Samstarfsaðilar

 

Church Forum Foundation (Ungverjaland) hefur í rúm tuttugu ár tekið þátt í þróun trúarlegra aðferða í velferðar- og geðheilbrigðisþjónustu. Starfsemi stofnunarinnar felst einkum í að þýða og dreifa samtímalesefni um guðfræði og þróa ólíkar kennslu- og vinnuaðferðir í líkingu við bibliodrama.

www.egyhazforum.hu

 

ReykjavíkurAkademían (Ísland) er regnhlífarsamtök sjálfstætt starfandi fræðimanna og starfar undir verndarvæng menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Akademían var stofnuð árið 1997 og í henni eru jafnt einstaklingar sem litlar stofnanir og félagasamtök. Auk sjálfstæðrar vinnu við fræðimennsku og ritstörf taka aðilar Akademíunnar virkan þátt í innlendum og erlendum rannsóknar- og þróunarverkefnum.

www.akademia.is

Auk ReykjavíkurAkademíunnar tekur Biskupsstofa þátt í BASICS-verkefninu.

www.biskupsstofa.is

 

Kocaeli University of Health Science (Tyrkland) er leiðandi rannsóknarstofnun á sviði lýðheilsu. Þarhefur orðið til mikil reynsla og þekking í þróun og aðlögun fræðsluverkefna og þar starfa meðal annars sérfræðingar um það hvernig lífsskoðunar- og trúarhugmyndir nýtast í meðferð við streituröskun vegna stórslysa, stríðsátaka og annarra áfalla.

www.kocaeli.edu.tr

 

The Elijah Interfaith Institute (Ísrael) er stofnun sem rekin er í mörgum löndum í þeim tilgangi að koma á friði meðal ólíkra trúarhópa. Stofnunin hefur frumkvæði að rannsóknum og fræðslu, umræðum og miðlun upplýsinga og með þessum verkfærum stefnir hún saman þekktustu trúarleiðtogum heims og fræðimönnum á sviði samræðna um trúarbrögð (interfaith dialogue).

www.elijah-interfaith.org

 

EST Education Centre (Pólland) er fullorðinsfræðslustofnun á sviði tungumálakennslu, upplýsingatækni og samskiptafærni sem stofnuð var árið 1994. EST hefur tekið þátt í fjölmörgum fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum og hefur  að auki mikla reynslu af mati á tilraunaverkefnum.

www.est.edu.pl

 

The Bielsko Artistic Association Grodzki Theatre (Pólland) var stofnað árið 1999. Í þessum frumlegaskóla mætir kennslufræðin aðferðum listarinnar og nýsköpunar í atvinnurekstri og tilgangurinn er að styðja félagslega einangrað fólk út í samfélagið aftur. Starfsemin byggir á smiðjum um kennslufræði og listir, útgáfustarfsemi, endurmenntun fullorðinsfræðara, meðferðarsérfræðinga og sjálfboðaliða, auk starfsmenntunar fyrir fólk í félagsvanda.

www.teatrgrodzki.pl